Krakkarnir á bremsulausum hjólum

Þorsteinn Pétursson forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni á Akureyri sem m.a. annast öryggismál er varða skólakrakka í umferðinni, hefur miklar áhyggjur af ástandi reiðhjóla stórs hluta barna á Akureyri. ,,Við skoðun reiðhjóla barna í 7. bekk kom í ljós að 26 hjól voru alveg eða nær alveg bremsulaus" segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að alvarleg slys barna á reiðhjólum í umferðinni sé staðreynd sem ekki verði litið framhjá, og segir að foreldrar verði að gefa sér tíma til að huga að öryggisbúnaði reiðhjóla barna sinna. ,,Börnin eru í hættu á þessum hjólum sem ekki eru í lagi" segir Þorsteinn.

Nýjast