30. september, 2007 - 17:09
Fréttir
Ýmislegt þykir benda til þess að menningarhúsið Hof sem nú rís á Akureyri muni kosta um 3 milljarða króna þegar upp verður staðið. Upphaflega var kostnaðaráætlun upp á 1200-1300 milljónir og síðan bætrtust 400-500 milljónir við þá tölu þegar ákveðið var að starfsemi Tónlistarskólans yrði einnig í húsinu. „Þetta stefnir í 2,3 til 2,4 milljarða. Hinsvegar hef ég trú á að þetta muni slá í þrjá milljarða þegar upp verður staðið," segir Magnús Garðarsson byggingarstjóri hússins. Uppsteypu annars helmings hússins er um það bil að ljúka og byrjað að klæða þann hluta hússins að utan.