Kostar Hof 3 milljarða?

Ýmislegt þykir benda til þess að menningarhúsið Hof sem nú rís á Akureyri muni kosta um 3 milljarða króna þegar upp verður staðið. Upphaflega var kostnaðaráætlun upp á 1200-1300 milljónir og síðan bætrtust 400-500 milljónir við þá tölu þegar ákveðið var að starfsemi Tónlistarskólans yrði einnig í húsinu. „Þetta stefnir í 2,3 til 2,4 milljarða. Hinsvegar hef ég trú á að þetta muni slá í þrjá milljarða þegar upp verður staðið," segir Magnús Garðarsson byggingarstjóri hússins. Uppsteypu annars helmings hússins er um það bil að ljúka og byrjað að klæða þann hluta hússins að utan.

Nýjast