07. nóvember, 2007 - 14:20
Fréttir
Með Dagskránni í dag verða bornar í hús upplýsingar vegna kosningar um sameiningu stéttarfélaga á Akureyri og Vöku á Siglufirði. Þar koma fram allar upplýsingar um kjördaga og kjördeildir. Félagar eru hvattir til að taka þátt í kosningunni og bjóða þessa nýju félaga velkomna. Kjördeildir eru á Akureyri, Dalvík, Grenivík, Hrísey og Ólafsfirði en talning atkvæða fer fram 20. nóvember. Eins og fram hefur komið undirrituðu stjórnir Einingar-Iðju, Félags byggingamanna Eyjafirði, Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni og Sjómannafélags Eyjafjarðar, samkomulag við stjórn Vöku á Siglufirði um sameiningu félaganna og einstakra deilda Vöku. Samhliða sameiningarkosningu fer fram kosning á meðal félagsmanna Einingar-Iðju um breytingar á lögum félagsins og reglugerð um svæðisfulltrúa. Annars vegar er um að ræða fjölgun í stjórn félagsins um einn og hins vegar um fjölgun svæðisfulltrúa úr fjórum í fimm.