28. maí, 2008 - 11:28
Fréttir
Kona á fertugsaldri var handtekin á Akureyri á þriðja tímanum í nótt eftir að vegfarandi hafði séð til einkennilegs aksturs
hennar og tilkynnt lögreglu.
Þegar lögreglan hafði upp á konunni var hún á bíl sínum í Skálatúni og reyndist ofurölvi. Að sögn
lögreglunnar á Akureyri gekk vel að koma konunni úr umferð.