Kláruðu áfengið en skiluðu því sem var eftir af harðfisknum

Þrír menn voru handteknir aðfaranótt miðvikudags á Akureyri vegna innbrota. Mennirnir eru grunaðir um hafa brotist inn í Dýraspítalann í Lögmannshlíð og Endurvinnsluna. Mönnunum var veitt eftirför í stuttan tíma áður en þeir náðust. Þeir voru yfirheyrðir í gærdag en þá kom í ljós að þeir höfðu ýmislegt annað á samviskunni. Þeir brutust inn í harðfiskvinnsluna Darra á Grenivík fyrir um mánuði og stálu umtalsverðu magni af harðfiski. Þá kom einnig í ljós að þessir sömu menn brutust inn í golfskálann á Akureyri fyrir nokkrum dögum og stálu þaðan áfengi. Þeir gátu vísað á afganginn af harðfisknum en þeir höfðu klárað allt áfengið. Mennirnir hafa oft áður komið við sögu lögreglu.

Nýjast