07. febrúar, 2008 - 16:17
Fréttir
Kirkjuráð hefur boðið ábúendum í Laufási í Grýtubakkahreppi, Þórarni Inga Péturssyni og Hólmfríði
Björnsdóttur, að leigja jörðina án hlunninda í fjögur ár, með því skilyrði að íbúðarhús
þeirra verði fjarlægt af jörðinni nú næsta vor. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsti yfir vonbrigðum sínum með samþykkt
Kirkjuráðs á fundi í vikunni og „telur að hér sé um að ræða óaðgengilega afarkosti fyrir ábúendur
Laufáss og óttast mjög um áframhaldandi búrekstur í Laufási," eins og segir í bókun sveitarstjórnar. Nánar er fjallað um
málið í Vikudegi í dag og rætt við Þórarin bónda og Guðnýju Sverrisdóttur sveitarstjóra.