20. maí, 2008 - 16:01
Fréttir
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA úthlutaði í dag styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Að
þessu sinni var úthlutað úr tveimur flokkum, annars vegar íþróttastyrkjum og hins vegar styrkjum sem veittir eru ungum afreksmönnum á sviði
mennta, lista og íþrótta.
Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í apríl síðastliðnum og bárust alls 64 umsóknir í flokki ungra
afreksmanna og 38 umsóknir um íþróttastyrki. Alls komu 5,8 milljónir til úthlutunar, 8 aðilar hlutu íþróttastyrk en styrkir í
flokki ungra afreksmanna voru 24.
Styrkþegar voru þessir:
Íþróttastyrkir
- o Skíðafélag Ólafsfjarðar kr. 400.000 til uppbyggingar á aðstöðu og tækjabúnaði.
- o Jóhanna Dögg Stefánsdóttir kr. 100.000 til að bjóða krökkum á aldrinum 6-16 ára upp á danskennslu á
Raufarhöfn.
- o Skíðafélag Akureyrar kr. 200.000 til kaupa á hljóðkerfi og sjálfvirkum tímatökubúnað fyrir skíðagöngu.
- o Birkir Árnason kr. 150.000 vegna keppnisferðar fimm drengja með landsliði Íslands í íshokkí til Ástralíu.
- o Sundfélagið Óðinn/Krókódílar, Krossfiskar kr. 150.000 vegna æfinga- og keppnisferðar hóps fatlaðra sundmanna til
Færeyja.
- o Blakdeild KA kr. 350.000 til að halda Norðurlandamót U19 á Akureyri í september.
- o Skógræktarfélag Eyfirðinga kr. 550.000 til lagningar fjölnota stíga í Kjarnaskógi.
- o Golfklúbburinn Hvammur kr. 100.000 til uppbyggingar á barna- og unglingastarfi.
Ungir afreksmenn- kr. 225.000,-
- o Sigurður Helgi Oddsson, píanóleikari.
- o Bergþór Steinn Jónsson, siglingar og júdo.
- o Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona.
- o Sigurgeir Halldórsson, skíðamaður.
- o Ágúst Freyr Dansson, skíðamaður.
- o Andri Steindórsson, skíðamaður.
Ungir afreksmenn- kr. 175.000,-
- o Svavar Ingvarsson, frjálsíþróttamaður.
- o Orri Blöndal, íshokkímaður.
- o Baldvin Þór Gunnarsson, snocross, motocross, enduro.
- o Árni Björnsson, blakmaður.
Ungir afreksmenn- kr. 125.000,-
- o Oddur Gretarsson, handknattleiksmaður.
- o Heiðar Þór Aðalsteinsson, handknattleiksmaður.
- o Halla Sif Guðmundsdóttir, skíðamaður.
- o Hjörleifur Einarsson, skíðamaður.
- o Sigurður Óli Árnason, íshokkímaður.
- o María Guðmundsdóttir, skíðakona.
- o Kristófer Finnsson, motocross, snocross, íscross .
- o Selmdís Þráinsdóttir, frjálsíþróttakona.
- o Ulker Gasanova, skákkona.
- o Brynjar Leó Kristinsson, gönguskíðamaður.
- o Ingibjörg Óladóttir, kraftlyftingakona.
- o Andri Fannar Stefánsson, knattspyrnumaður.
- o Jón Viðar Þorvaldsson, skíðamaður.
- o Andri Már Mikaelsson, íshokkímaður.