KA tapaði gegn ÍBV 0-2 í 1.deild karla á föstudagskvöldið. Leikurinn var afar daufur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik lifnaði heldur yfir honum.
Eyjamenn voru þá töluvert sterkari aðilinn og uppskáru tvö mörk án þess að KA náði að svara. KA menn áttu fá umtalsverð marktækifæri í leiknum, en hefðu þó með smá heppni getað skorað undir lokin þegar þeir náðu ágætis pressu að marki Eyjamanna. Allt kom þó fyrir ekki og KA situr nú í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig, einungis þremur meira en Reynir Sandgerði sem er neðst. En þessi lið mætast einmitt í næstu umferð.
Nánari umfjöllun um leikinn birtist í Vikudegi næsta fimmtudag.