Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Norðlendinga eru 135 talsins og var heildarnafnverð stofnfjár rúmar 152,7 milljónir króna. Þessar upplýsingar er að finna í lýsingu SPNOR vegna útgáfu nýrra stofnfjárhluta. Eins og fram hefur komið var samþykkt samhljóða nýlega að auka stofnfé sjóðsins um 2,7 milljarða króna að nafnvirði, í tengslum við sameiningu við Byr sparisjóð. Útboðinu lauk í vikunni en stofnfjáreigendur áttu rétt til þess að skrá sig fyrir auknu stofnfé í réttu hlutfalli við stofnfjáreign sína. Þetta þýðir að stofnfjáreigandi sem átti 1% hlut er að auka hlut sinn um 27 milljónir króna. Í næstu sætum yfir stærstu eigendur voru Guðjón Steinþórsson og Páll H. Jónsson með 2,18% stofnfjár, Gísli Jón Júlíusson með 2,09%, VBS Fjárfestingabanki með 2,05% og Saga Capital fjárfestingabanki með 2%. Aðrir í hópi tuttugu stærstu eigenda stofnfjár eru: Birgir Snorrason, Kjartan Snorrason, Hólmsteinn Hólmsteinsson, Kristján Skarphéðinsson, Oddur Thorarensen, Ragna Ragnars, Ragnar Sverrisson, Sigurður Aðalsteinsson, Sverrir Leósson, Þóra Leifsdóttir, Herdís María Júlíusdóttir og Hulda Benediktsdóttir.