Ítali á hraðferð

Honum virtist liggja talsvert mikið á ítalska ferðamanninum sem átti leið um Hörgárdal í gærkvöldi. Lögreglan stöðvaði bifreið hans eftir að hún hafði mælst á 171 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Ökumaðurinn knái var sviftur ökuleyfi og honum uppálagt að greiða 112 þúsund króna sekt. Ferðafélagar ökumannsins gátu tekið við akstrinum eftir að ökuskírteinið hans var komið í hendur lögreglu.

Nýjast