Íslenska gámafélagið bauð lægst í grasslátt á Akureyri

Íslenska gámafélagið átti í öllum tilvikum lægsta tilboðið í grasslátt í þremur útboðum hjá Akureyrarbæ og samþykkti framkvæmdaráð að ganga til samninga við fyrirtækið. Um var að ræða grasslátt í Hlíða-, Holta- og Nesjahverfi, Gilja- og Síðuhverfi og Ytri- og Syðri- Brekku fyrir árin 2008-2010. Í Gilja- og Síðuhverfi bauð Íslenska gámafélagið tæpar 20 milljónir króna í grassláttinn á þessu þriggja ára tímabili en framreiknuð kostnaðaráætlun bæjarins frá 2005, var upp á rúmar 30 milljónir króna. Í grasslátt í Hlíða- Holta- og Nesjahverfi bauð Íslenska gámafélagið rúmar 24,6 milljónir króna en framreiknuð kostnaðaráætlun frá 2003 var um 30,3 milljónir króna. Þá bauð Íslenska gámafélagið 20,2 milljónir króna í grasslátt á Ytri- og Syðri-Brekku en framreiknuð kostnaðaráætlun frá 2005 var um 33,2 milljónir króna. Alls tóku fimm aðilar þátt í öllum útboðunum þremur og einn aðili til viðbótar í einu þeirra.

Nýjast