21. febrúar, 2008 - 16:08
Fréttir
Starfsmenn Húsasmiðjunnar komu færandi hendi í Verkmenntaskólann á Akureyri fyrr í dag og færðu skólanum að gjöf laser
hæðarmæli af fullkomnustu gerð, fyrir hönd fyrirtækisins. Afhendingin fór að sjálfsögðu fram í byggingadeild skólans
að viðstöddu fjölmenni, nemendum, kennurum og fleirum. Fyrir átti deildin rúmlega 30 ára gamlan hæðarmæli, sem einnig var af fullkomnustu
gerð á sínum tíma. Húsasmiðjan og VMA hafa í mörg ár átt gott og farsælt samstarf.
Nemendur skólans hafa komið reglulega í heimsóknir til Húsasmiðjunnar og fengið tilsögn og upplýsingar um það sem Húsasmiðjan
hefur upp á að bjóða. Þá hefur Húsasmiðjan áður fært Verkmenntaskólanum gjafir sem aðallega hafa verið
verkfæri sem nemendur nota við sitt iðnnám. Einnig kom fram við afhendinguna að VMA verslar töluvert hjá Húsasmiðjunni.