Hjólbarðaverktæðið Réttarhvammi oftast með lægsta verð

ASÍ athugaði 23. október sl. verð á þjónustu þriggja hjólbarðaverkstæða á Akureyri. Verðmunurinn var mestur 1.600 kr. á stærri fólksbílum eða um 23%. Hjólbarðarverkstæðið Réttarhvammi 1 var oftast lægst á öllum stærðum bifreiða nema verð á minni fólksbílum með álfelgum var lægst hjá Dekkjahöllinni, Draupnisgötu og hjá Höldi, Dalsbraut 1 var verðið lægst á minni jeppum með álfelgum. Sama dag gerði ASÍ könnun hjá 19 hjólbarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og kom í ljós að ríflega 5.000 króna verðmunur getur verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á litlum til meðalstórra jeppa á svæðinu. Mestur reyndist munurinn á litlum jeppum eða rúm 90% og á stærri fólksbílum er verðmunurinn um og yfir 80%. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða, ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.

Nýjast