Þar á að halda landsmót í júlí á næsta ári. Tilboð í ýmis verkefni sem borist hafa að undanförnu hafa bæði verið fá og langt yfir kostnaðaráætlun. Kristján Þór segir það raunar gleðilegt og jákvætt að mikið sé um að vera á svæðinu, en fá og há tilboð hljóti að endurspegla að verktakar hafi nægan starfa. "Það er auðvitað gleðilegt, einkum í ljósi þess að fregnir víða annars staðar af á landinu benda til að verkefnum fækki," segir Kristján Þór.
Hann segir að menn velti því fyrir sér nú hvort takist að ljúka framkvæmdum fyrir landsmót, undirbúningur standi sem hæst og mikið um að vera á svæðinu. "Það er ekki hægt að svara því núna hvort þetta standi tæpt, menn reyna eins og þeir geta og ég hef fulla trú á að okkur takist að ljúka þessu verkefni."