26. febrúar, 2008 - 14:44
Fréttir
Háskóladagurinn á Akureyri verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 27. febrúar, en þá kynna háskólar landsins
námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram í VMA og stendur frá kl. 11-15. Á staðnum verða Háskóli
Íslands og Kennaraháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum,
Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Þarna býðst
áhugasömum gott tækifæri til að skoða yfir 500 mismunandi námsleiðir sem háskólarnir bjóða upp á og eru allir velkomnir.