Harður árekstur

Þrír voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar nú á fimmta tímanum. Enginn var þó talinn alvarlega slasaður en bílarnir eru mikið skemmdir og annar þeirra líklega ónýtur.

Nýjast