Hálka á vegum í öllum landshlutum

Töluvert hefur snjóað víða um land og er ástæða til að hvetja vegfarendur til að fara með gát, enda aðstæður á vegum varasamar í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Norðurlandi er víða snjóþekja og hálka. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði, og hálka og snjókoma á Víkurskarði.
Á Norðausturlandi er víða snjóþekja og stendur mokstur yfir. Hálka og skafrenningur er á leiðum í kringum Húsavík, og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Á Melrakkasléttunni og í kringum Þórshöfn á Langanesi er þæfingsfærði og óveður. Á Austurlandi er hálka og snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja. Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Snæfellsnesi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku er hálka og éljagangur. Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja og er mokstur hafin á helstu leiðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og á Eyrarfjalli og stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærði er á Kleifaheiði og Klettshálsi og stendur mokstur þar yfir. Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Snæfellsnesi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku er hálka og éljagangur.
Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og víðast hvar á Reykjanesi. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði.

Nýjast