Ulker Gasanova tefldi fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti stúlkna sem fór fram í Osló um síðustu helgi. Ulker lenti í 12. - 13. sæti með 1,5 vinning af 5 mögulegum í sínum flokki, 16 ára og yngri. Þetta er sambærilegt við stigin hennar en hún var fyrir mótið í 10. - 11. sæti með 1470 stig. Efst íslenskra stúlkna í flokknum varð Hallgerður Þorsteinsdóttir sem hafnaði í 1.-2. sæti með 4 vinninga en hún var jafnframt stigahæst keppenda með 1906 stig.
Hinn bráðefnilegi unglingur Mikael Jóhann Karlsson sigraði glæsilega á tveimur mótum nýlega, hann varð skólameistari Akureyrar og sigraði einnig á Kjördæmismótinu í skólaskák, vann allar skákirnar í flokki 1. - 7. bekkjar. Magnús Víðisson vann eldri flokkinn á Akureyri en Benedikt Þór Jóhannsson frá Húsavík vann Kjördæmismótið í eldri flokki. Landsmótið í skólaskák fer fram í Bolungarvík um helgina. Næsta mót hjá Skákfélagi Akureyrar er 15. mínútna mót sem fer fram á sunnudag og hefst kl. 14.00.