03. apríl, 2008 - 17:51
Fréttir
Fyrirtækið GV Gröfur ehf. á Akureyri átti lægsta tilboð í vegaframkvæmdir á Dagverðareyrarvegi í Hörgárbyggð en
aðeins tveir aðilar buðu í verkið. Um er að ræða endurbyggingu á um 4,5 km löngum kafla, frá Hringvegi að Hellulandi. GV Gröfur
buðust til að vinna verkið fyrir um 44,7 milljónir króna, sem er 108% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp 41,4 milljónir
króna. Árni Helgason ehf. bauð 54 milljónir króna í verkið, sem er um 130% af kostnaðaráætlun. Fyrirtækið var einnig með
frávikstilboð. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst í sumar. Þá hefur Vegagerðin opnað tilboð í efnisvinnslu á
Norðaustursvæði árið 2008 í Eyjarfjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu.
Þrír aðilar buðu í verkið og var eitt þeirra undir kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun var um 32,5 milljónir króna.
Skútaberg ehf. bauð 32,3 milljónir króna eða 99,2%. Myllan ehf. bauð 34,1 milljón króna eða 104,8% og Alverk ehf. bauð um 50 milljónir
króna eða 141,2% Helstu magntölur eru: Efni í malarslitlag 18.500 m
3 - Efni í klæðingu 4.000 m
3 . Verki skal að
fullu lokið 15. október 2008.