Grunur um akstur undir áhrifum fíkniefna á Akureyri

Tveir ökumenn voru stöðvaðir á Akureyri um helgina, annar á laugardag og hinn á sunnudag, grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilfellunum var um sömu bifreiðina að ræða sem ökumennirnir óku. Á föstudagskvöld var einn maður handtekinn með nokkur grömm af kannabisefnum í fórum sínum. Hann var látinn laus að yfirheyrslu lokinni og telst málið upplýst.

Nýjast