06. nóvember, 2007 - 16:46
Fréttir
Allir nemendur í 1.-3. bekk í grunnskólum Akureyrar hafa fengið afhent endurskinsmerki að undanförnu. Um er að ræða samstarfsverkefni lögreglunnar á Akureyri og TM (Trygggingamiðstöðvarinnar). Börnin fengu síðan það verkefni í samráði við kennara sinn í kennslustund að festa endurskinsmerkið á skólatöskuna. Alls voru afhent um 800 endurskinsmerki í grunnskólum bæjarins á þessu hausti.