Í tillögu sveitarstjóra um nýtt skipulag skólamála í Eyjafjarðarsveit er jafnframt gert ráð fyrir því að
skólastjóri verði Karl Frímannsson núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla. Nánari útfærsla verður unnin af Verkefnisnefnd
um samrekstur og samþættingu skólastiga, sem stofnað var til á 174. fundi skólanefndar þann 3. júní síðastliðinn. Gerð er
tillaga um að Karl Frímannsson stýri vinnu nefndarinnar og fækkað verði um einn fulltrúa í verkefnisnefnd, alls verða þá sex í
nefndinni auk sveitarstjóra. Skólanefnd lýsti ánægju sinni með tillöguna.
Undir þessum lið eru einnig lögð fram drög að "Erindisbréfi fyrir verkefnisnefnd vegna samrekstrar og samþættingar leik- og grunnskóla."
Skólanefnd samþykkti að fela formanni, grunnskólastjóra og sveitarstjóra að fullvinna erindisbréfið og senda það til staðfestingar
í sveitarstjórn.