Góður árangur hjá KA á Partille Cup

Hið Alþjóðlega handboltamót Partille Cup fór fram í Svíþjóð dagana 2. – 6. júlí sl. Partille Cup er stærsta unglinga handboltamót í heimi og um 15.000 krakkar keppa árlega á mótinu frá um 50 löndum. KA sendi sex lið á mótið úr 4. flokki, þrjú strákalið og þrjú stelpulið. Alls fóru 47 iðkendur frá KA á mótið, 24 strákar og 23 stelpur.



Allir krakkarnir stóðu sig með prýði og voru til fyrirmyndar utan vallar sem og innan vallar. Besti árangur hópsins á mótinu var í keppni 16 ára stráka en þeir komust í undanúrslit mótsins í A- úrslitum og þá komust strákarnir í keppni 15 ára í undanúrslit B- úrslita. Glæsilegur árangur hjá þessu unga handboltafólki.

Nýjast