02. nóvember, 2007 - 21:20
Fréttir
Lið Akureyrarbæjar setti glæsilegt stigamet í góðum sigri á liði Árborgar í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu, sem var að ljúka rétt í þessu. Lið Akureyrar fékk alls 102 stig en mótherjar þeirra af Suðurlandi fengu 50 stig. Lið Akureyrar skipa Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Erlingur Sigurðarson og Pálmi Óskarsson og miðað við þessa byrjun má vænta mikils af þeim í framhaldinu.