Glæpasögur á Amtsbókasafninu

Fyrirlestraröðinni um glæpasögur lýkur með fjórða fyrirlestri Kristínar Árnadóttur í Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 31. október kl. 17:15. Yfirskriftin á þessum fjórða og síðasta fyrirlestri Kristínar er: Íslenskar glæpasögur yfirlit, skilgreiningar, höfundar og þróun. Bækur höfunda sem fjallað er um eru til kynningar og lestrar á Amtsbóka­safninu. Má t.d. minnast á Jóhannes Magnús Bjarnason, Guðbrand Jónsson, Steindór Sigurðsson, Ólaf Friðriksson og Steingrím Sigfússon - sem allir skrifuðu glæpasögur á árunum 1910-1950. - Mætið, hlustið, fáið og lesið!

Nýjast