Gáfu blóð í 50. skipti

„Þetta hefur verið þannig að hingað hafa komið um 100 manns á mánuði til að gefa blóð en þeim hefur nú fjölgað og mér sýnist að þessi tala sé að fara í á milli 150 og 160 á mánuði," segir Vilborg Gautadóttir, forstöðumaður blóðbanka Sjúkrahússins á Akureyri. Þörfin fyrir sjúkrahúsið að eiga birgðir af blóði hverju sinni er alltaf til staðar og samkvæmt tölum Vilborgar er skilningur ríkjandi á þessu. Konur hafa verið í minnihluta blóðgjafa en þeim fer þó fjölgandi.

Ein þeirra er Hólmfríður Ingvarsdóttir sem gaf í síðustu viku blóð í 50. skipti og það gerði reyndar einnig Þorgeir Arnórsson. Faðir hans Arnór er hinsvegar sá sem oftast hefur gefið blóð á Akureyri eða 84 sinnum, en Hólmfríður er fyrsta konan sem gefur blóð 50 sinnum.

Nýjast