G. Hjálmarsson bauð lægst í framkvæmdir við Sjafnargötu

Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson hf. átti lægsta tilboð í annan áfanga framkvæmda við Sjafnargötu á Akureyri. Alls bárust fjögur tilboð í verkið var aðeins tilboð G. Hjálmarssonar undir kostnaðaráætlun. Það hljóðaði upp á rúmar 67,3 milljónir króna eða 92,5% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 72,8 milljónir króna. Árni Helgason ehf. bauð 74,8 milljónir króna í verkið, eða tæplega 103% af kostnaðaráætlun. Vélaleiga HB ehf. bauð um 80,3 milljónir króna eða 110% og GV Gröfur ehf. buðu tæpar 84 milljónir króna eða 115% af kostnaðaráætlun.

Nýjast