04. febrúar, 2008 - 10:30
Fréttir
Starfsemi Læknastofa Akureyrar er komin í gang á 6. hæð í Krónunni við Hafnarstræti og í síðustu viku var framkvæmd
þar fyrsta skurðaðgerðin á þessari fyrstu einkaskurðstofu utan höfuðborgarsvæðisins. Guðni Arinbjarnar
bæklunarskurðlæknir framkvæmdi hnéaðgerð ásamt þeim Helgu Magnúsdóttur svæfingalækni og Soffíu Jakobsdóttur
hjúkrunarfræðingi. Aðgerðin tókst vel og í kjölfarið fylgdu tvær minni háttar skurðaðgerðir til viðbótar. Alls koma
sex læknar að starfseminni í Krónunni, m.a. bæklunarskurðlæknir, þvagfæraskurðlæknir, kvensjúkdómalæknir,
lýtalæknar og svæfingalæknir.
Að auki starfa þar fjórir starfsmenn í fimm stöðugildum til viðbótar en nær allt starfsfólkið starfar einnig á FSA. Þá
er stefnt að því að bjóða fleiri læknum að nýta þá aðstöðu semi boði er hjá Læknastofum Akureyrar.
Guðni segir að þessi nýja starfsemi hafi fengið góðar viðtökur, eftirspurnin verið meiri en hann átti von á og hann lítur
björtum augum á framtíðina. "Við erum að gera aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið að á FSA en teljum okkur geta framkvæmt
þær hér á hagkvæmari hátt. Á FSA geta menn þá einbeitt sér að stærri aðgerðum sem henta betur þar,"
sagði Guðni.