Framkvæmdir ganga vel á Glerártorgi

Framkvæmdir ganga vel við nýbyggingu Glerártorgs, að sögn Sigurðar Sigurðssonar framkvæmdastjóra SS-Byggis, verktaka á svæðinu. „Við fengum reitinn afhentan frekar seint, en erum nú óðum að ná áætlun og munum skila á réttum tíma," segir hann. Sigurður segir að nú séu um 40 manns á vegum fyrirtækisins að störfum á byggingarstað auk fjölda iðnaðarmanna af ýmsu tagi. Alls eru um 60 til 80 manns að jafnaði við vinnu á svæðinu en starfsmönnum mun fjölga þegar nær dregur. Byggingin á að verða fokheld fyrir jól og þá hefst vinna innandyra. Skila á verkinu 30. apríl á næsta ári og fyrirhugað að opna  verslunarmiðstöðina í maí. 

Nýjast