Forsala miða á tónlistarhátíðina AIM Festival hafin

AIM Festival er nú haldið í þriðja sinn á Akureyri. Þetta er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Forsala miða á tónlistarhátíðina er hafin á http://www.midi.is/. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt eða 12. - 16. júní. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi í ár, á opnunarkvöldinu mun Park Projekt ásamt blúsdrottningunni Hrund Ósk Árnadóttur spila með trompetsnillingnum Sebastian Studnitzky, Hoodangers munu taka smá forskot eftir hlé en þeir eru svo með tónleika á laugardagskvöldinu. Ferð án fyrirheits, Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla heiðra Stein Steinarr sem hefði orðið 100 ára í ár. Mannakorn verða með stórtónleika og hver veit nema að Sebastian spili líka með þeim, bílskúrsrokk, danspartý og dansleikir. Mugison mætir með gítarinn, Retro Stefson ungliðarnir með sína gleðitóna, Helgi og hljóðfæraleikararnir með sitt gæðapönk, Hvanndalsbræður að sjálfsögðu, Víkingur Heiðar mun flytja valsa og Mótettukórinn koma með ofurbassa o.fl. o.fl.

Nýjast