Flutningaskipið Axel fer til viðgerðar í Litháen

Bráðabirgðarviðgerð á flutningaskipinu Axel er lokið hjá Slippnum Akureyri og er ráðgert að skipið haldi til Kleipeda í Litáhen á morgun, miðvikudag, þar sem fullnaðarviðgerð fer fram. Bráðabirgðaviðgerð fór fram í flotkvínni á Akureyri en skipið er nú komið á flot og liggur við Tangabryggju. Eins og áður hefur komið fram urðu miklar skemmdir á botni flutningaskipsins Axels er það strandaði við Hornafjörð á dögunum og er tjónið áætlað á annað hundrað milljónir króna.

Nýjast