Þrjú Íslandsmet voru sett í keppninni, Kristján Skjóldal á Suzuki GSXR 1000 hjóli sínu fór brautina á 5,656 sek. og sló þriggja vikna gamalt met Ingólfs Jónssonar. Símon Sveinbjörnsson á Can-Am 800 fjórhjóli fór brautina á 6,172 sek. og sló þriggja vikna gamalt met Sigurðar Blöndal. Að lokum sló Þórður Tómasson, á nýinnfluttum alcahol Dragster sem er kraftmesti bíll landsins, Íslandsmet og var á tímanum 3,259 sek. Sigurvegarar í keppninni og þeirra bestu tímar eru hér að neðan:
Sleðar
Sigvaldi Þorvaldsson Yamaha Apex 1100. 4,180 sek
Fjórhjól
Sigurður Blöndal Can-Am 800. 6,251 sek
Mótórhjól
Kristján Skjóldal Suzuki GSXR 1000. 4,597 sek
Fólksbílar
Björgvin Ólafsson Ford Mustang 514. 5,656 sek
Jeppar
Stefán Steinþórsson Dodge RamCharger 360. 6,339 sek
Útbúnir Jeppar
Grétar Ingþórsson Nýi Bleikur. 5,223 sek
Sérsmíðaðir Fólksbílar
Grétar Franksson Chevrolet Vega 540. 4,063 sek
Opinn flokkur
Ingólfur Arnarsson 3,445 sek
Blandaður flokkur
Örn Ingólfsson Dragster. 5,15 sek