Fjöldi fólks tók þátt í hátíða- höldum á Akureyri í dag

Fjöldi fólks tók þátt í hátíðahöldum á Akureyri í dag í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Hátíðardagskrá var í Lystigarðinum eftir hádegið og þaðan var haldið í skrúðgöngu á Ráðhústorg, þar sem áfram var haldið með dagskrána.  

Í Lystigarðinum var lúðrablástur frá Lúðrasveit Akureyrar og skátar sáu um fánahyllingu. Séra Arnaldur Bárðarson leiddi helgistund og Kór Glerárkirkju söng. Það var svo Kristján Þór Júlíusson forseti bæjarstjórnar sem flutti ávarp. Skrúðgangan úr Lystigarðinum stækkaði eftir því sem nær dró miðbænum og var hún orðin býsna stór þegar þangað var komið. Á Ráðhústorgi var tónlistarflutningur, nýstúdentar úr VMA og MA fluttu ávörp, sem og Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri. Þá er að ljúka glæsilegri bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum, sem mikill fjöldi fólks sótti. Í kvöld kl. 21.00 hefst svo fjölbreytt skemmtidagskrá í tali og tónum á Ráðhústorgi og stendur hún fram yfir miðnætti.

Nýjast