02. desember, 2007 - 13:35
Fréttir
Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Akureyrar í gær, þegar kveikt var á jólatrénu á Ráðhústorgi. Það er Randers, vinabær Akureyrar í Danmörku, sem að venju gefur Akureyrarbæ tréð. Þá bauð Landsbankinn upp á jóladagskrá í húsnæði sínu við Ráðhústorg og dagskrá var við Íslandsklukkuna á Sólborg, þar sem Haraldur Bessason fyrrverandi rektor hringdi klukkunni að þessu sinni. Einnig var boðið til ráðstefnu um Nonna í Ketilhúsinu.