Fiskidagurinn styrkir Götusmiðjuna

Fiskidagurinn mikli í Dalvíkurbyggð hefur á hverju ári styrkt góðgerðarstofnanir með fiskiskömmtum sem hafa verið afgangs eftir daginn. Í ár voru það fjögur bretti eða um 10.000 skammtar sem Fiskidagurinn mikli sendi Götusmiðjunni, mikil ánægja var á meðal forsvarsmanna Götusmiðjunnar sem höfðu á orði að þetta væri nú bara matur út árið. Á undanförnum árum hafa m.a Hjálparstofnun kirkjunnar, Samhjálp, Byrgið og Kvennaathvarfið fengið sendingu frá Fiskideginum mikla á Dalvík.

Nýjast