Fíkniefnamisferli kom upp á Akureyri

Lögreglumenn á Akureyri höfðu afskipti af ökumanni á bifreið í bænum seinni partinn í gær vegna umferðarlagabrots. Við afskiptin vaknaði einnig grunur um að ökumaðurinn hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn í kjölfarið. Við nánari athugun kom í ljós að hann var með nokkuð af fíkniefnum meðferðis. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina á Akureyri en þar fannst meira af fíkniefnum. Málið var unnið í samstarfi við lögreglumenn úr sérsveit Ríkislögreglustjóra. Ökumaðurinn var yfirheyrður vegna málsins og var honum sleppt að því loknu, segir á vef lögreglunnar.

Nýjast