Fékk 6 mánuði fyrir fíkniefnamlagabrot

Karlmaður var dæmdur í 6 mánaða fangelsi og greiðslu sakarkostnaðar upp á rúmar 217.000 krónur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Dóminn fær hann fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 2. maí 2008, við komu sína með flugi til Akureyrar frá Reykjavík, haft í vörslum sínum 19,22 grömm af kókaíni en efnið hafði hann falið á sér innvortis."  Ákærði á töluverðan sakaferil að baki. Samkvæmt sakavottorði hefur hann auk annars sætt óskilorðsbundnu fangelsi í samtals 41 mánuð samkvæmt 11 dómum, uppkveðnum á árunum 1994-2006, fyrir brot gegn umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og almennum hegningarlögum.  Þar af var hann á árinu 2006 dæmdur í samtals 16 mánaða óskilorðsbundið fangelsi með fjórum refsidómum, fyrir brot gegn umferðarlögum í þrem þar af, en fyrir brot gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni í þeim síðasta, upp kveðnum 23. október 2006.  Þann 30. júlí 2007 var ákærða veitt reynslulausn í eitt ár á 160 daga eftirstöðvum refsingar. Með broti sínu hefur hann rofið skilorð reynslulausnarinnar.  Dóminn kvað upp Erlingur Sigtryggsson, héraðsdómari

Nýjast