Fannar Freyr til Magna

Gísli Gunnar Oddgeirsson ásamt Fannari Frey eftir undirskriftina.
Gísli Gunnar Oddgeirsson ásamt Fannari Frey eftir undirskriftina.

Framherjinnn Fannar Freyr Gíslason hefur gengið til liðs við Magna á Grenivík og mun hann spila með Magnamönnum í 2. deild íslandsmótsins næsta sumar.

Fannar Freyr kom frá HK á lánssamningi í júlí þegar fjölskylda hans fluttist til Akureyrar og á þriðjudag skrifaði hann undir samning við Magna til eins árs.

Magnamenn hafa verið að styrkja sig fyrir komandi átök í 2. Deildinni en á dögunum fengu þeir markahrókinn Jóhann Þórhallson til liðs við sig.


Nýjast