Fangelsisdómur vegna hnefahögga

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir að slá annan karlmann á svæði BSO á Akureyri í aprílmánuði sl. Maðurinn sló hinn þrjú hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann bólgnaði á andliti vinstra megin, hlaut skurð á hvarmi og mar undir augu auk bólgu og blóðnasa. Árásarmaðurinn játaði greiðlega, það var talið honum til tekna svo og að hann hefur ekki gerst sekur um alvarleg afbrot áður, en einnig tekið tillit til að árásin var gróf og tilefnislaus. Maðurinn var dæmdur í eins mánaðar fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára, til að greiða 121 þúsund í skaðabætur og 50 þúsund í málsvarnarlaun.

Nýjast