28. júní, 2007 - 10:06
Fréttir
Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir að hafa ráðist að öðrum manni fyrir utan veitingastað á Akureyri s.l. vetur og veitt honum áverka. Maðurinn réðst á annan með hnefahöggum og spörkum í höfuð og búk með þeim afleiðingum að fórnarlambið fingurbrotnaði, fékk glóðaraugu á báðum og mar víða á líkama. Árásarmaðurinn á langan sakarferil að baki og var 4 mánaða dómur yfir honum nú ekki skilorðsbundinn.