Fagnar hugmyndum um samkeppni í innanlandsflugi

Stjórn Akureyrarstofu tók á fundi sínum í dag til umræðu stöðu Reykjavíkurflugvallar og áform flugfélagsins Iceland Express um innanlandsflug og áætlunarferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur.  Af því tilefni gerði stjórnin bókun, þar sem hún fagnar þeim áformum Iceland Express að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Akureyrar og yfirlýsingu félagsins um möguleika á ódýrari fargjöldum en þeim sem nú eru í boði. Slík samkeppni hefði mikla þýðingu fyrir íbúa og ferðaþjónustu á Akureyri. Ennfremur segir í bókuninni að óviðunandi sé að óvissa um stöðu Reykjavíkurflugvallar komi niður á þróun innanlandsflugs á Íslandi. Því skorar stjórn Akureyrarstofu á borgarstjórn Reykjavíkur að finna félaginu aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli nú þegar svo að af þessum áformum geti orðið í vor.

Nýjast