Fæðingum á Akureyri fjölgaði á milli ára

Alls fæddust 450 börn á árinu 2007 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fjölgaði fæðingum heldur frá árinu 2006 en þá fæddust 435 börn. Strákarnir voru fjölmennari þetta árið, 247 drengir fæddust á móti 209 stelpum. Alls voru tvíburafæðingarnar sex talsins. Ingibjörg Jónsdóttir, yfirljósmóðir á FSA, sagði að fjölgun fæðinga á Akureyri væri mest að þakka því að konur, t.d. frá Siglufirði og allt austur á Egilsstaði, koma og fæða börn sín á sjúkrahúsinu. Fjölgun hafi ekki orðið í fæðingum kvenna búsettum á Akureyri.

Nýjast