Það er ekki laust við að maður hugsi það í kjölfar umræðu kennara á sjáldursíðu sem notuð er til að viðra skoðanir og hugsanir. Reyndar er afar fámennur hópur sem tjáir sig eins og gengur og gerist. Spurningin er hins vegar sú, endurspeglar þetta umræðuna innan veggja skólanna?
Eftir samþykkt kjarasamnig grunnskólakennara telja margir kennarar að allur sveigjaleiki úr starfi þeirra sé horfinn og að stjórnendur muni ekki vera sveigjanlegir þegar kemur að samningi um nýtt vinnumat. Margir telja að sveitarfélögin, þar sem reknir eru fleiri en einn skóli, muni samræma viðverureglur. Ef sveitarfélagið Akureyri samþykkir að allir grunnskólakennarar skuli hafa bundna viðverðu frá 08:00-16:00 þá verði það þannig. Vissulega eru margir hræddir um það ægivald sem bæjarstjórn hefur en margir halda í þá von að skólastjórnendur lági ekki kúga sig á þann hátt. Það hlýtur að vera akkur hvers stjórnanda að hafa starfsmenn sem eru sáttir, ánægðir og hafi vilja til að starfa undir viðkomandi skólastjóra.
En í hverju felst þessi sveigjanleiki spyrja eflaust margir. Kennarar hafa möguleika á að sinna vinnu sinni, annarri en kennslu, utan vinnustaðar, t.d. heima að kvöldi til eða um helgi og fara af vinnustaðnum fyrr en ella. Vinnufyrirkomulagið hentar mörgum kennurum og sjá þeir fyrir sér að þetta hverfi nú þegar hver og einn á að semja við sinn stjórnanda.
Það á eftir að koma í ljós hvort skólastjórnendur grunnskólanna hafi bæði horn og hala þegar kemur að samningi hvers og eins um nýtt vinnumat.
Helga Dögg Sverrisdóttir, menntunarfræðingur.