Enn um Íslandsþara

Hlífar Karlsson
Hlífar Karlsson

Hlífar Karlsson skrifar

Nú eru blessuð jólin gengin hjá og nýja árið heilsar með umhleypingum. En daginn er tekið að lengja á ný og við getum snúið okkur að okkar daglega brauði. Á íbúafundi sem hér var þann 17. nóvember s.l. voru kynnt stórbrotin áform Íslandsþara ehf. um líftækniverksmiðju sem reisa á á Húsavík. Þá voru lagðar fram tölulegar upplýsingar um mannaflsþörf á sjó og landi ásamt mjög snyrtilegu flæðiriti af verksmiðjunni sjálfri. Þetta var okkur sagt að yrði sett á alnetið og þar gætum við skoðað þetta að vild. Ennþá hefur engum tekist að finna þessa kynningu á alnetinu en vafalaust er hún þarna einhversstaðar úti í kosmosinu.

Gallinn við þetta er þó sá að flæðiritið fallega sem þarna var kynnt vitum við því ekki hvort var af klórverksmiðju í Kína eða gosverksmiðju í Gana.

Á íbúafundinum óskaði ég eftir upplýsingum um fyrirtækið Íslandsþara m.a. hverjir stæðu á bak við það og birtur yrði listi yfir hluthafa og/eða fjárfesta. Ekki var hægt að verða við þeirri ósk af mjög undarlegum ástæðum. Ég vona þó að sveitastjórn hafi þessar upplýsingar og hún viti hverjir samstarfsaðilarnir eru.

Ég reyndi þó að komast eins nálægt þessum upplýsingum og leitaði í fyrirtækjaskrá að svo miklu leyti sem hún er opin an þess að vera áskrifandi og fann þetta.

Íslandsþari ehf. Kt.440693-2889 póstfang Hvannavellir 16, 600 Akureyri símanúmer 1819.is

                 

Ísat

 

Ísat flokkur

 

forsvarsmaður

 

Skráð

10

 

Matvælafrmamleiðsla

 

Hreinn Þór Hauksson

 

23.06 1993

                 
                 

Fjárhagsupplýsingar

2018

2019

2020

2021

   

Gjaldmiðill

 

Í ISK

Í ÍSK

Í ÍSK

Í ÍSK

   
                 

Rekstrarreikningur

             

Rekstrartekjur

 

0

0

0

0

   

Afkoma

   

-17.100

-17.500

-17.900

-853.841

   
                 

Efnahagsreikningur

           

Eignir

   

10

10

10

500.868

   

 

Eins og sést er félagið tekjulaust s.l. 4 ár og ekki eru peningalegar eignir mjög íþyngjandi þó takist hafi að halda í þessar 10 kr. Reksturinn hefur greinilega farið úr böndunum 2021 og heilar 853 þús. Kr. Þá hefur þótt við hæfi að bæta aðeins í eignahliðina.

Íslandsþari ehf. er semsagt skúffufyrirtæki vistað á Hvannavöllum16, á Akureyri. Það eru því væntanlega hæg heimatökin fyrir sveitarstjórn Norðurþings í komandi viðræðum við stjórn Íslandsþara ehf. að óska eftir flutningi fyrirtækisins á lögheimili í Norðurþingi þetta er jú bara eitt A4 blað í passandi umslagi.

Mbk,  Hlífar Karlsson.


Athugasemdir

Nýjast