05. desember, 2007 - 18:53
Fréttir
Á fundi skólanefndar Akureyrar í vikunni lagði Hafþór Einarsson skrifstofustjóri skóladeildar fram 10 mánaða uppgjör í rekstri skólamötuneyta grunnskóla og útgönguspá fyrir árið. Þar kemur fram að nýting mötuneytanna hefur vaxið mjög mikið en þrátt fyrir það er halli á rekstrinum sem nemur rúmum 6 milljónum króna. Hafþóri var falið að skoða breytingu á gjaldskrá skólamötuneyta og leggja fyrir næsta fund. Á fundi skólanefndar í ágúst sl. lá fyrir uppgjör á rekstri skólamötuneyta miðað við 31. júlí 2007 og útgönguspá fyrir árið. Í ljósi þeirra upplýsinga samþykkti skólanefnd á þeim fundi hækkun á gjaldskrá skólamötuneytanna um 12% og jafnframt að leggja af mánaðaráskrift vegna lítillar nýtingar.