11. febrúar, 2008 - 15:33
Fréttir
Slökkvilið Akureyrar var kallað að fiskimjölsverksmiðjunni í Krossanesi nú á fjórða tímanum en þar logaði eldur í
einangrun á milli klæðninga í turni verksmiðjunnar, í um 15-20 metra hæð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, enginn hætta var á
ferðum og tjónið óverulegt, þar sem verið er að rífa verksmiðjuna. Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla á staðinn, sem
og körfubíl sem notaður var við slökkvistarfið.