Eldur í Krossanesi

Eldur kom upp í gömlu Krossanesverksmiðjunni á tíunda tímanum í morgun. Allt tilltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var sent á staðinn á tveimur slökkvibílum og körfubíl en eldur logaði í efni á gólfinu í turni verksmiðjunnar og myndaðist töluverður reykur frá honum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er tjón óverulegt, enda verið að rífa verksmiðjuna. Við það verk eru m.a. notuð logskurðartæki og er þetta í annað sinn á fáum dögum sem eldur kemur upp í verksmiðjunni í tengslum við niðurrif hennar. Á dögunum logaði eldur í klæðningu í 15-20 metra hæð í turninum.

Nýjast