Eldur í húsnæði Bústólpa á Akureyri

Betur fór en á horfðist er eldur kom upp í húsnæði Bústólpa á Oddeyrartanga á Akureyri nú fyrir stundu. Eldurinn kviknaði í plastruslafötu í starfsmannarými á neðri hæð en Slökkviliði Akureyrar gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. Líklegt er að glóð hafi lent í ruslafötunni með fyrrgreindum afleiðingum. Tjónið er ekki talið mikið en þó fór töluverður reykur um hluta hússins, m.a. í kaffistofu starfsmanna á efri hæð. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið.

Nýjast