01. nóvember, 2007 - 21:47
Fréttir
Aðeins eitt tilboð barst í gatnagerð í Nesjahverfi á Akureyri en tilboðsfrestur rann út í dag. Fyrirtækið GV Gröfur bauðst til að vinna verkið fyrir um 58,3 milljónir króna, sem er 98,8% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á 59 milljónir króna. Tilboðið nær til nýbyggingar gatna ásamt tilheyrandi lögnum en um er að ræða Krossanesbraut milli Brimness og Óðinsness og þaðan að Ægisnesi. Skiladagur verksins er 18. janúar á næsta ári.