28. mars, 2008 - 09:46
Fréttir
Aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdir á Sunnuhlíðarsvæðinu og var það rúmlega helmingi hærra en
kostnaðaráætlun Fasteigna Akureyrarbæjar. Tilboðið var frá Finni ehf. og hljóðaði upp á 65,2 milljónir króna eða 202% af
kostnaðaráætlun, sem var upp á um 32,2 milljónir króna. Um er að ræða framkvæmdir við fótboltavöll, göngustíga,
girðingar og annan frágang á svæðinu umhverfis völlinn. Samkvæmt útboði á verktaki að skila fótboltavellinum
þökulögðum 15. júní og verkinu skal að fullu lokið 1. júlí í sumar.